MÁLAÐ GLER
Málað gler er falleg klæðning sem brýtur upp rýmið – fjöldi lita í boði
Hjá Samverk málum við gler og spegla til notkunar innandyra. Málað gler er falleg klæðning á veggi, á innréttingar og skápa, tússtöflur og margt fleira.
Algengt er að setja málað gler í eldhús, þá fyrir ofan vaska og á milli skápa, á glerveggi til að brjóta upp rýmið með litríkum hætti og á borðplötur.
Málað gler er auðvelt í þrifum og þarf lítið viðhald. Við mælum, málum glerið og setjum það upp sé þess óskað.
Fjöldi lita í boði. Leitið ráða hjá sölumanni með því að hafa samband.
Athugið að við uppsetningu á máluðu gleri þarf að nota rétt lím og aðferð við upplímingu. Sjá leiðbeiningar um upplímingu.


