HLJÓÐVARNARGLER

Hljóðvarnargler er hljóðeinangrandi gler sem dregur úr hljóði í nærumhverfi og hentar vel í húsnæði nálægt umferðargötum eða öðrum hávaðasömum stöðum. Hljóðvarnargler hentar einnig vel innandyra þar sem að fólk vill halda birtu og opnu flæði en jafnframt takmarka hávaða innan rýmis.

Samverk býður upp á ýmsar útfærslur af hljóðvarnargleri og leiðbeinir þér með val eftir umhverfi, aðstæðum og þörfum. Grunntegundin er einfalt hljóðvarnargler sem samanstendur af 2 glerskífum með filmu á milli en gæði hljóðeinangruninnar má bæta með einu eða fleirum af eftirtöldum atriðum:

  • Auka loftbilið milli glerskífanna
  • Nota misþykkt gler
  • Nota samlímt hljóðvarnargler með hljóðvarnarfilmu
  • Nota réttar þéttingar og tvöfalda þéttilista í gluggum

Skoða tæknilýsingar um hljóðvarnargler

Sækja bækling um hljóðvarnargler