EINANGRUNARGLER

 

Við framleiðum einangrunargler – ekkert vesen!

Í almennu tali er talað um rúðu, gler eða glugga þegar um einangrunargler er að ræða, sem er gler sem er notað utanhúss til að halda hljóði úti og hita inni.

Einangrunargler er misjafnt og þar ber að hafa í huga í hvaða hæð glerið á að vera, upp á að meta hve mikla hljóðeinangrun vantar o.s.frv.

Tvöfalt einangrunargler er staðlað á Íslandi, en þá eru tvær rúður settar saman.

Tvöfalt einangrunargler minnkar orkutap bygginga. Áhugavert er að bera saman orkutap glerja, en það er mismunandi eftir glertegundum og samsetningum. Stærsti munurinn felst í eiginleikum glerhúðunarinnar, þar á eftir er hægt að minnka orkutap rúðunnar með auknu millibili glerja og gasfyllingu.

Stöðugar framfarir eiga sér stað í framleiðslu glerja og er nýjasta viðbótin hjá okkur Top N+ einangrunarglerið sem segja má að slái öllu við. Top N+ gler er með með einangrunargildið 1,3 og er því orkutapið 56% minna en í hefðbundnu tvöföldu gleri.

Þó húshitunarkostnaður sé lægri hér á landi getur það borgað sig að skipta út gömlu gleri fyrir nýtt ef það verður til þess að lækka orkureikninginn, ekki síst í þeim landshlutum þar sem kynnt er með rafmagni.

Getum framleitt öryggisspegla með filmu, það kemur í veg fyrir að glerbrot falli niður skyldi spegillinn brotna.

Helstu tegundir einangrunarglers:

Hægt er fá einangrunargler með hljóðvörn, öryggisgleri, sandblæstri , mynstri ofl.

Leitið ráða hjá sölumanni með því að hafa samband.

Reikna verð á einangrunargleri