HANDRIÐ

  • GLERHANDRIÐ

Glerhandrið er frábær lausn til að viðhalda birtuflæði um rýmið. Útfærslur á handriðum fara yfirleitt eftir því hvernig það er fest. Við mælum með að gler í handrið og annars staðar þar sem hugsa þarf um fallvarnir að notað sé samlímt gler. Stundum er glerið boltað með punktfestingum eða boltum að neðan í gegnum glerið og í gólfplötuna. Mikilvægt er að festa glerið án þess að þvinga það að gólfplötunni. Gler sem er þvingað og er undir spennu getur brotnað. Í öllum útfærslum mælum við með að settur sé handlisti til styrkingar á handriðinu.

Athugið að láta viðurkenndan ráðgjafa hanna útlit og ákveða festingar og reikna út glerþykktir.

Bjóðum upp á boltafestingar til að festa glerið.

Leitið ráða hjá sölumanni.

Bæklingur – Glerhandrið frá Pauli

Boltafest / punktafest

Litað stigagler

Hert gler