UM OKKUR

Glerverksmiðjan Samverk ehf. var stofnuð 18. janúar 1969 af 8 heimamönnum í Rangárþingi, til að framleiða einangrunargler og er elsta starfandi glerverksmiðja landsins. Sýningarsalur er á Smiðjuvegi 2 í Kópavogi.

Samverk er nútímalegt og tæknivætt glervinnslu iðnaðarfyrirtæki. Aðal hráefnið er flotgler og er það flutt inn frá Evrópu til margvíslegrar úrvinnslu og fullvinnslu í glerverksmiðjunni. Glerlausnir og framleiðsluvörur eru sérsmíðaðar og sérframleiddar eftir óskum viðskiptavina fyrir hvert verkefni. Samverk hefur á að skipa reyndu starfsfólki sem hefur starfað hjá fyrirtækinu árum saman.

Við framleiðum og sérsmíðum öll okkar gler,  ekkert vesen!

Af hverju að versla við okkur?

Samverk hefur á að skipa hóp starfsfólks sem hefur starfað með okkur í áratugi og hefur mikla þekkingu, reynslu og færni á sínu sviði. Hjá okkur færðu persónulega þjónustu, ráðgjöf og sérframleitt gler af öllum stærðum og gerðum, allt eftir þínu höfði!

Það sem einkennir þjónustu okkar er að við sjáum um allt ferlið frá a-ö, því fyrir okkur er þetta ekkert mál! Við mælum, framleiðum, setjum upp glerið og tökum gamla glerið þitt með okkur tilbaka.

Hvað framleiðum við?

Samverk er með íslenska framleiðslu staðsetta á Hellu. Í framleiðslu okkar er framleitt mikið úrval af sérsmíðuðu gleri og speglum. Vöruframboðið er fjölbreytt og okkur lítil takmörk sett þegar það kemur að hvað okkar viðskiptavinum þarfnast hverju sinni. Auk framleiðslu selur Samverk öll ísetningarefni, eins og prófíla, rennihurðir, skrár, lamir, bolta, speglafestingar o.fl.

Hvernig afhendist varan?

Samverk annast heimkeyrslu á gleri á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi á eigin flutningabílum eða á vöruflutningamiðstöð, eftir samkomulagi.

Hringt er í viðkomandi með fyrirvara til að athuga hvort hægt sé að taka á móti glerinu ákveðinn dag.

Þægileg og örugg þjónusta, glerið er alltaf afhent heilt af okkar eigin flutningabílum og þarf ekki að tryggja það sérstaklega.

Ef glerið er flutt pakkað og sett á vöruflutningamiðstöð er viðskiptavinum bent á að tryggja glerið í flutningi frá vöruflutningamiðstöðinni og á áfangastað, við getum aðstoðað við það.

SKILMÁLAR

ÞEKKING — GÆÐI — ÞJÓNUSTA